Afleysingamenn leigubílstjóra / harkarar

Næstu námskeið

Með vísan til Laga nr.120/2022 um leigubifreiðar gengst Samgöngustofa fyrir námskeiði fyrir afleysingamenn leigubifreiðastjóra/harkara í Ökuskólanum í Mjódd.

Til að fá útgefið afleysingaskírteini hjá Samgöngustofu þarf umsækjandi að uppfylla skilyrði samkv. 5 gr. Laga nr.120/2022

  • Hefur viðeigandi starfshæfni eins og nánar skal kveðið á um í reglugerð. Í viðeigandi starfshæfni felst að viðkomandi hafi fullnægjandi ökuréttindi, hafi setið tilskilin námskeið um leigubifreiðaakstur og staðist próf.
  • Hefur gott orðspor. Við mat á orðspori ber að líta til þess hvort viðkomandi hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi sem gefur tilefni til að draga í efa hæfni hans til að starfa sem leigubifreiðastjóri eða gefur til kynna að viðkomandi njóti ekki nauðsynlegs trausts til að geta gegnt starfanum. Hafi brot verið smávægilegt eða fimm ár eru liðin frá uppkvaðningu dóms eða frá viðurlagaákvörðun er heimilt að veita leyfi. Hafi brot verið stórfellt og varðað við XXIII. kafla almennra hegningarlaga skal ekki veita leyfi fyrr en að tíu árum liðnum frá uppkvaðningu dóms. Hafi brotið varðað við XXII. kafla almennra hegningarlaga skal ekki veita leyfi. Samgöngustofu er heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða á um að tiltekin brot eða tilteknir brotaflokkar skuli ekki hafa áhrif á mat á góðu orðspori.
  • Hefur náð 21 árs aldri og haft ökuréttindi fyrir B-flokk í minnst þrjú ár.

Ætlar þú að verða afleysingamaður í leiguakstri, (Harkari) ?

Þá verður þú að:

  1. Vera með B/far réttindi. (D/D1 aukin ökuréttindi).
  2. Vera með gilt íslenskt ökuskírteini með athugasemd; „400, 425 eða 450“ á bakhlið skírteinis. Vera 21árs og hafa haft almenn ökuréttindi í það minnsta 3 ár.
  3. Búinn að sækja námskeið fyrir afleysingarmenn leigubílstjóra (Harkaranámskeið).

Ef eitthvað af ofantöldu vantar, gefur Samgöngustofa ekki út leyfi til afleysingamanns.

Ætlar þú að verða sjálfstæður leigubílstjóri með leyfi ?

Ef þú ætlar að gerast sjálfstæður leigubílstjóri með leyfi þarft þú til viðbótar sem er talið upp hér að ofan að sækja námskeiðið; Rekstrarleyfi fyrir leyfishafa í leiguakstri.


Are you going to be a Taxi deputy driver, (Harkari) ?

Then you have to:

  1. Have a B/far licence. (D/D1 Commercial driving course).
  2. A valid Icelandic driver licence with the notification; „400, 425 or 450“ on the backside of licence card. Be at least 21 years with a full Icelandic driving license.
  3. Finish a course for Taxi deputy driver (Harkaranámskeið).
  4. If applicant has had a legal domicile registered in another country in the last 10 years, a certificate from criminal record from the applicable country/countries has to be turned in with the application according to point 3 in Paragraph 2 of Article 6 of the Taxi Act.

If any of the above is missing, The Icelandic Transport Authority, (Samgöngustofa) will not publish a permission for a Taxi deputy driver.

If you cheat on the course you will have to come again to the course and pay.

Are you going to be an independent Taxi Driver with licence ?

If you are going to be an independent taxi driver with licence, you need in addition with above, also take part in following course: Rekstrarleyfi fyrir leyfishafa í leiguakstri.

Attention! Course is in Icelandic!


Farið er yfir:

  • Umgengni við blinda og sjónskerta
  • Vinnureglur
  • Ferðaþjónusta
  • Taxti
  • Þjónusta