Ökunám

ÖKUNÁM
  • Allt ökunám á Íslandi fer fram á vegum löggiltra ökukennara
  • Ökuskólar með starfsleyfi annast bóklega kennslu
  • Málefni ökunáms lúta stjórnsýslulegu forræði Samgöngu og sveitastjórnaráðuneytisins. Ráðuneytið hefur falið Umferðarstofu að annast framkvæmd verkefnisins í sínu umboði.
  • Ökunám má ekki fara fram með öðrum hætti.
  • Ökunám til allra réttindaflokka á að fara fram samkvæmt námsskrám sem settar eru fyrir hvern flokk  fyrir sig.
  • Námskrárnar eru samdar af Umferðastofu að höfðu samráði við Ökukennarafélag Íslands.
  • Áður en þær eru teknar í notkun þarf Samgöngu og sveitastjórnaráðuneytið að samþykkja þær
NÁMSSKRÁ / ÖKUNÁMSBÓK
  • Ökunám á að fara fram samkvæmt námskrá fyrir hvern flokk fyrir sig.
  • Ökunámsbók er upplýsingabók um stöðu ökunáms hverju sinni.