B-Æfingaakstur

Næstu námskeið

ÆFINGAAKSTUR

  • Þegar neminn er tilbúinn að mati ökukennarans getur hann hafið æfingaakstur með leiðbeinenda.
  • Sótt er um leyfi hjá lögreglustjóra ef öllum kröfum hefur verið fullnægt.
  • Ökukennarinn skal undirbúa leiðbeinandan t.d. með því að leiðbeinandinn fylgist með í að minnsta kosti einum ökutíma. Einnig bjóða sumir ökuskólar upp á sérstök námskeið fyrir leiðbeinendur.
  • Neminn hafi lokið Ö.1. Sem er að lágmarki 12 kennslustundir.
  • Að lágmarki 10 verklegum ökutímum.
  • Undirskrift ökukennara er staðfesting þess að kennarinn telji nemann hæfan.
  • Samþykki tryggingafélags sem tryggir ökutækið.
  • Sýslumaður kannar hvort leiðbeinandinn sé hæfur.
  • Sé þessum skilyrðum fullnægt gefur Lögreglustjóri ( Sýslumaður) út æfingaleyfi.
  • Lengd á æfingaaksturstíma fer eftir aðstæðum nema og leiðbeinenda hverju sinni. Mest er gert ráð fyrir að tímabilið geti verið 15 mánuðir.
  • Fyrirkomulag getur verið með ýmsu móti. Æfingaakstur getur farið fram samhliða ökunámi og kennsluakstri eða hlé verið tekið á skyldubundnu námi meðan æfingaaksturinn fer fram.
  • Ekki er skylda að fara í æfingaakstur. Nemi getur lokið ökunámi án þess að hann sé framkvæmdur.