Meirapróf – Aukin ökuréttindi

Næstu námskeið

Námskeið eru kennd bæði í stað- og fjarnámi

Skrá mig í meiraprófið English courses

Öll kennsla til þeirra réttinda flokka sem falla undir þennan þátt skal fara fram hjá ökuskóla með starfsleyfi frá Samgöngustofu fyrir þessa kennslu.

En þau eru:

Leigubíll – (B/far)

Til að ljúka prófi til leigubílaaksturs (B-far) sem eru réttindi fyrir 1-8 farþega gegn gjaldi, þarf að taka grunninn í auknum ökuréttindum auk Ferðafræði. Einnig eru 3 verklegir tímar. Þetta eru réttindi sem nauðsynleg eru t.d. til að aka leigubifreið, akstur með farþega í jeppum og öðrum akstir þar sem gjald er tekið fyrir aksturinn.

Ef til stendur að starfa sem afleysingamaður á leigubíl er auk þess nauðsynlegt að taka afleysingamannanámskeið (harkari). Þau námskeið eru haldin í Ökuskólanum í Mjódd.

Ef til stendur að aka með ferðamenn gegn gjaldi er slíkt námskeið afleysingamannanámskeið ekki nauðsynlegt.

Aksturstímar á leigubíl eru þrír talsins.

  • Réttindaaldur 20

Hver kennslustund er 45 mínútur að lengd. Gert er ráð fyrir að námi til almennra ökuréttinda (flokkur B) sé lokið.

Lítil rúta – (D1)

Lítil hópbifreið fyrir 9-16 farþega – með þessi réttindi er leyfilegt að aka lítilli rútu og taka gjald fyrir.

Til að öðlast D1 réttindi þarf að taka grunnnámið, tíu kennslustundir í Stórum ökutækjum og Ferðafræði.

Verklegir ökutímar eru átta.

  • D1 Réttindaaldur 21

Hver kennslustund er 45 mínútur að lengd. Gert er ráð fyrir að námi til almennra ökuréttinda (flokkur B) sé lokið.

Stór rúta – (D)

Til að ljúka prófi á rútu, það er bifreið fyrir fleiri en átta farþega þarf að sitja grunnnámskeiðið, Stór ökutæki og Ferðafræði.

Verklegir aksturstímar eru tólf.

Ef viðkomandi er með C-réttindi eru nauðsynlegir átta aksturstímar.

  • Réttindaaldur 23

Hver kennslustund er 45 mínútur að lengd. Gert er ráð fyrir að námi til almennra ökuréttinda (flokkur B) sé lokið.

Lítill vörubíll – (C1)

Til að ljúka prófi á bíl sem 3500 – 7500 kg. þarf að sitja grunnnámskeið auk tveggja kvölda af námskeiðinu Stór ökutæki.

Verklegir aksturstímar til C-1 réttinda eru sex.

  • C1 Réttindaaldur 18

Hver kennslustund er 45 mínútur að lengd. Gert er ráð fyrir að námi til almennra ökuréttinda (flokkur B) sé lokið.

Vörubíll – (C)

Vörubifreiðaréttindi – Réttindaaldur 21.

Hver kennslustund er 45 mínútur að lengd. Gert er ráð fyrir að námi til almennra ökuréttinda (flokkur B) sé lokið.

Eftirvagn – (CE/C1E/BE)

Til að öðlast réttindi á eftirvagn CE þarf viðkomandi að vera með C réttindi (réttindi á vörubíl) og taka fjórar bóklegar kennslustundir og sjö verklega aksturstíma.

  • BE Réttinda aldur 18
  • C1E Réttinda aldur 18
  • D1E Réttinda aldur 21
  • Þarf að hafa lokið grunn námi í viðkomandi flokki til að fá eftirvagnaréttindi.

Hver kennslustund er 45 mínútur að lengd. Gert er ráð fyrir að námi til almennra ökuréttinda (flokkur B) sé lokið.

Ökuskólinn í Mjódd - Aukin ökuréttindi (Meirapróf). Rekstrarleyfi til fólksflutninga. Staðnám og fjarnám. Nám til allra ökuréttinda.

Aukin ökuréttindi eru kennd daglega frá 18:00 til 22:40. Allir nemendur taka s.k. grunnpróf. Í grunnprófi felast námsgreinarnar Umferðarfræði, Bíltækni og Skyndihjálp alls 52 kennslustundir. Að því loknu taka nemendur þá hluta námsins sem við eiga, t.d. taka þeir sem ætla aðeins að taka próf á vörubíl námskeiðið „Stór ökutæki“ og þeir sem ætla einungis að taka próf á leigubifreið taka námskeiðið „Ferðafræði“.

Að aksturstímum og bóklegum prófum loknum taka nemendur verkleg próf hjá Frumherja á kennslubíla skólans.

Athugið: verklegir ökutímar eru eingöngu kenndir á virkum dögum á dagvinnutíma.

Hve gamall/gömul þarf ég að vera?

Réttindaaldur á bifreið með kerru (BE) er 18 ár. Vörubifreið (C1) og vörubifreið með eftirvagn (C1E) er 18 ár, á vörubifreið (C) og vörubifreið með eftirvagn (CE) 21 ár. Leigubifreið, sjúkrabifreið og breyttan jeppa (B/far) 20 ár og hópbifreið D1 21 ár og hópbifreið D 23 ár. Hægt er að hefja nám 6 mánuðum áður en réttindaaldri er náð.

 

Kennarar

Bóklegt:

  • Birgir Freyr Birgisson
  • Guðjón S. Magnússon
  • Svava Dögg Björgvinsdóttir
  • Knútur Halldórsson
  • Robert Radoslaw Klukowski
  • Sigurður E. Steinsson
  • Jakob Bergvin Bjarnason
  • Björgvin Gunnarsson
  • Sverrir Guðfinnsson
  • Sigurður Örn Arngrímsson

Verklegt:

  • B/far           Knútur Halldórsson
  • D                 Karlotta Einarsdóttir / Kristófer Kristófersson
  • D1               Kristófer Kristófersson
  • C                 Ölver Thorsteinsen/Bergur Hjaltason
  • C1               Kristófer Kristófersson
  • BE               Knútur Halldórsson
  • C1E/D1E    Kristófer Kristófersson
  • CE               Guðmundur Agnar Axelsson
Hringið, fáið nánari upplýsingar í síma 567-0300 eða sendið tölvupóst á [email protected]