Ökuskólinn í Mjódd heldur námskeið fyrir leyfishafa í fólks og farmflutningum. Námskeiðin eru haldin tvisvar sinnum á ári, einu sinni að vori og einu sinni að hausti
- Rekstrarleyfi til fólksflutninga – í samræmi við lög nr. 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni með bifreiðum sem skráðar eru fyrir 9 farþega eða fleiri. Leyfi fyrir sérútbúnar bifreiðar og ferðaþjónustuleyfi.
- Rekstrarleyfi til farmflutninga – í samræmi við lög nr. 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Farmflutningar á landi í atvinnuskyni með vélknúnum ökutækjum eða samtengdum ökutækjum þar sem leyfð heildarþyng fer yfir 3,5 tonn og leyfilegur hámarkshraði ökutækja er 45 km á klst. eða meiri.
Ökuskólinn í Mjódd heldur einnig námskeið fyrir leyfishafa leigubifreiða. Námskeiðin eru haldin í hverjum mánuði.
- Atvinnuleyfi til að mega aka leigubifreið – í samræmi við lög nr. 120/2022 um leigubifreiðar. Úthlutun atvinnuréttinda til leigubifreiðastjóra og útgáfa skírteinis til leyfishafa.
- Sjá nánar á : Rekstur leigubíls | Ísland.is (island.is) – Akstur leigubíls | Ísland.is (island.is)