Bifhjól/Mótorhjól – Motorcycle

Næstu námskeið

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

SKRÁNING

Til að skrá þig á næsta bifhjólanámskeið vinsamlegasr hafðu samband við skrifstofuna: hægt er að fara á biðlista fyrir næsta námskeið.

Þarabakki 3, 109 Reykjavík

[email protected]

567-0300 

BIFHJÓLAPRÓF
Ökuskólinn í Mjódd - Bifhjólaréttindi (mótórhjólanámskeið). Staðnám og fjarnám. Nám til allra ökuréttinda.

Öll kennsla til þeirra réttinda flokka sem falla undir þennan þátt skulu fara fram hjá ökuskóla með starfsleyfi frá Umferðastofu fyrir þessa kennslu.

  • AM Létt bifhjól (Skellinaðra)
  • A1 Lítið bifhjól
  • A2 Lítið bifhjól
  • A Bifhjól

AM

Veitir rétt til að stjórna:

léttu bifhjóli á tveimur eða þremur hjólum, með vélarstærð ekki yfir 50cc ekki hannað fyrir meiri hraða en 45 km.

A1

(A72)

Veitir rétt til að stjórna:

bifhjóli á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns með slagrými sem er ekki yfir 125 cc, með afl sem er ekki yfir 11 kW og með afl/þyngdar-hlutfall sem er ekki yfir 0,1 kW/kg, einnig bifhjóli á þremur hjólum með afl sem er ekki yfir 15 kW, réttindi í AM-flokki fylgir.

Ökuskírteini fyrir A1 flokk fyrir bifhjólaréttindi geta þeir fengið sem náð hafa 17 ára aldri. Taka þarf að taka bóklegt námskeið fyrir A réttindi og síðan 5 stundir í verklegri kennslu.

 

A2

 

Veitir rétt til að stjórna:

bifhjóli, en undir það flokkast:

a)   tvíhjóla bifhjól með eða án hliðarvagns þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer ekki yfir 0,2kW/kg. Þá má vélarafl bifhjólsins ekki fara yfir 35 kW,

b)   ökutæki í AM og A1-flokki og

c)   torfærutæki s.s. vélsleða.

Ökuskírteini fyrir A2 flokk fyrir bifhjólaréttindi geta þeir fengið sem náð hafa 19 ára aldri. Taka þarf bóklegt námskeið fyrir A réttindi og 11 stundir í verklegri kennslu, ath að 5 stundir fást metnar ef viðkomandi aðili hefur fyrir A1 réttindi

A

Veitir rétt til að stjórna:

bifhjóli, en undir það flokkast

a)   bifhjól á þremur hjólum með meira afl en 15 kW,

b)   ökutæki sem flokkast undir A2-flokk og

c)   tvíhjóla bifhjól án hliðarvagns þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer yfir 0,2 kW/kg,  eða vélarafl fer yfir 35 kW.

NÁMSTÍMINN

Námskeið fyrir létt bifhjól, M-réttindi, er 12 kennslustundir og stendur yfir í þrjú skipti. Verklegt nám er 8 tímar og er samkomulag milli nemenda og kennara hvenær þeir fara fram.

Námskeið fyrir bifhjól, A-réttindi, er 12 kennslustundir og stendur yfir í þrjú kvöld. Verklegt nám er 11 kennslustundir.

KENNARAR

Kennari í fræðilega hlutanum er Þórður Bogason ökukennari. Aksturæfingar fara einnig fram undir umsjón löggilts ökukennara.

NÁMSKEIÐSGJALD

Gjald fyrir námskeið á létt bifhjól (M-réttindi) er kr. 18.500 fyrir fræðilega hlutann.
Gjald fyrir námskeið á bifhjól (A-réttindi) er kr. 26.000 fyrir fræðilega hlutann.

NÁMSMAT

Á námskeiðunum er farið yfir umferðarlög, reglugerðir og tæknileg atriði sem tilheyra akstri bifhjóla. Kennslubókin er Akstur og umferð – Bifhjól og er hún innifalin í námskeiðsgjaldi. Fullkominn ökuhermir er notaður á námskeiðunum, einnig er allur hlífðarfatnaður til sýnis.

HVENÆR HEFJAST NÁMSKEIÐIN?

Yfir vetrarmánuðina er að jafnaði ekki boðið upp á þessi námskeið. En strax á vorin, þegar færð batnar, eru haldin námskeið. Námskeiðin eru að nokkru leyti skipulögð fram í tímann, sjá dagatal skólans, en annars haldin eftir þörfum og að jafnaði strax og nægilega margir nemar hafa skráð sig til þátttöku.

Hringið, fáið nánari upplýsingar og pantið skólapláss í síma 567-0300.
Skrifstofan er opin virka daga, kl. 10:00-17:00.

Einnig er hægt að senda tölvupóst á [email protected]