Námskeið eru kennd bæði í stað- og fjarnámi
Skrá mig í meiraprófið English courses
Öll kennsla til þeirra réttinda flokka sem falla undir þennan þátt skal fara fram hjá ökuskóla með starfsleyfi frá Samgöngustofu fyrir þessa kennslu.
En þau eru:
Leigubíll – (B/far)
Til að ljúka prófi til leigubílaaksturs (B-far) sem eru réttindi fyrir 1-8 farþega gegn gjaldi, þarf að taka grunninn í auknum ökuréttindum auk Ferðafræði. Einnig eru 3 verklegir tímar. Þetta eru réttindi sem nauðsynleg eru t.d. til að aka leigubifreið, akstur með farþega í jeppum og öðrum akstir þar sem gjald er tekið fyrir aksturinn.
Ef til stendur að starfa sem afleysingamaður á leigubíl er auk þess nauðsynlegt að taka afleysingamannanámskeið (harkari). Þau námskeið eru haldin í Ökuskólanum í Mjódd.
Ef til stendur að aka með ferðamenn gegn gjaldi er slíkt námskeið afleysingamannanámskeið ekki nauðsynlegt.
Aksturstímar á leigubíl eru þrír talsins.
- Réttindaaldur 20
Hver kennslustund er 45 mínútur að lengd. Gert er ráð fyrir að námi til almennra ökuréttinda (flokkur B) sé lokið.
Lítil rúta – (D1)
Lítil hópbifreið fyrir 9-16 farþega – með þessi réttindi er leyfilegt að aka lítilli rútu og taka gjald fyrir.
Til að öðlast D1 réttindi þarf að taka grunnnámið, tíu kennslustundir í Stórum ökutækjum og Ferðafræði.
Verklegir ökutímar eru átta.
- D1 Réttindaaldur 21
Hver kennslustund er 45 mínútur að lengd. Gert er ráð fyrir að námi til almennra ökuréttinda (flokkur B) sé lokið.
Stór rúta – (D)
Til að ljúka prófi á rútu, það er bifreið fyrir fleiri en átta farþega þarf að sitja grunnnámskeiðið, Stór ökutæki og Ferðafræði.
Verklegir aksturstímar eru tólf.
Ef viðkomandi er með C-réttindi eru nauðsynlegir átta aksturstímar.
- Réttindaaldur 23
Hver kennslustund er 45 mínútur að lengd. Gert er ráð fyrir að námi til almennra ökuréttinda (flokkur B) sé lokið.
Lítill vörubíll – (C1)
Til að ljúka prófi á bíl sem 3500 – 7500 kg. þarf að sitja grunnnámskeið auk tveggja kvölda af námskeiðinu Stór ökutæki.
Verklegir aksturstímar til C-1 réttinda eru sex.
- C1 Réttindaaldur 18
Hver kennslustund er 45 mínútur að lengd. Gert er ráð fyrir að námi til almennra ökuréttinda (flokkur B) sé lokið.
Vörubíll – (C)
Vörubifreiðaréttindi – Réttindaaldur 21.
Hver kennslustund er 45 mínútur að lengd. Gert er ráð fyrir að námi til almennra ökuréttinda (flokkur B) sé lokið.
Verklegir aksturstímar til C réttinda eru tólf.
Eftirvagn – (CE/C1E/BE)
Til að öðlast réttindi á eftirvagn CE þarf viðkomandi að vera með C réttindi (réttindi á vörubíl) og taka fjórar bóklegar kennslustundir og sjö verklega aksturstíma.
- BE Réttinda aldur 18
- C1E Réttinda aldur 18
- D1E Réttinda aldur 21
- Þarf að hafa lokið grunn námi í viðkomandi flokki til að fá eftirvagnaréttindi.
Hver kennslustund er 45 mínútur að lengd. Gert er ráð fyrir að námi til almennra ökuréttinda (flokkur B) sé lokið.
Aukin ökuréttindi eru kennd daglega frá 18:00 til 22:40. Allir nemendur taka s.k. grunnpróf. Í grunnprófi felast námsgreinarnar Umferðarfræði, Bíltækni og Skyndihjálp alls 52 kennslustundir. Að því loknu taka nemendur þá hluta námsins sem við eiga, t.d. taka þeir sem ætla aðeins að taka próf á vörubíl námskeiðið „Stór ökutæki“ og þeir sem ætla einungis að taka próf á leigubifreið taka námskeiðið „Ferðafræði“.
Að aksturstímum og bóklegum prófum loknum taka nemendur verkleg próf hjá Frumherja á kennslubíla skólans.
Athugið: verklegir ökutímar eru eingöngu kenndir á virkum dögum á dagvinnutíma.
Hve gamall/gömul þarf ég að vera?
Réttindaaldur á bifreið með kerru (BE) er 18 ár. Vörubifreið (C1) og vörubifreið með eftirvagn (C1E) er 18 ár, á vörubifreið (C) og vörubifreið með eftirvagn (CE) 21 ár. Leigubifreið, sjúkrabifreið og breyttan jeppa (B/far) 20 ár og hópbifreið D1 21 ár og hópbifreið D 23 ár. Hægt er að hefja nám 6 mánuðum áður en réttindaaldri er náð.
Námið fyrnist á 4. árum.
Kennarar
Bóklegt:
- Birgir Freyr Birgisson
- Guðjón S. Magnússon
- Svava Dögg Björgvinsdóttir
- Knútur Halldórsson
- Robert Radoslaw Klukowski
- Sigurður E. Steinsson
- Jakob Bergvin Bjarnason
- Björgvin Gunnarsson
- Sverrir Guðfinnsson
- Sigurður Örn Arngrímsson
Verklegt:
- B/far Knútur Halldórsson
- D Karlotta Einarsdóttir / Kristófer Kristófersson
- D1 Kristófer Kristófersson
- C Ölver Thorsteinsen/Bergur Hjaltason
- C1 Kristófer Kristófersson
- BE Knútur Halldórsson
- C1E/D1E Kristófer Kristófersson
- CE Guðmundur Agnar Axelsson