Leyfishafanámskeið fólks- og farmflutninga

Með vísun til laga nr. 73/2001 mun Samgöngustofa standa fyrir námskeiði fyrir þá sem ekki hafa fullnægandi starfshæfni til að fá útgefið rekstrarleyfi til fólks – og farmflutninga samkvæmt reglugerð nr. 474/2017.  Námskeiðið verður haldið í Ökuskólanum í Mjódd.
Næsta námskeið verður haldið apríl 2022 og verður kennt í fjarfundi.

Í 5. gr ofangreindarar reglugerðar segir meðal annars um starfshæfni:

Til að uppfylla skilyrði um starfshæfni  skal umsækjandi hafa lokið námskeiðum á vegum Samgöngustofu, sbr. 8. gr

Prófuð skal þekking umsækjanda á þeim sviðum sem greinina varðar. Vegna þessa skal Samgöngustofa útbúa námskrá að höfðu samráði við hagsmunaaðila sem að greininni standa og í samræmi við 8. gr. framangreindrar reglugerðar (EB) nr. 1071/2009. Þátttökugjald skal tilgreint í námskránni. Heimilt er að veita undanþágu frá námskeiði eða einstökum hlutum þess ef umsækjandi getur sýnt fram á að hafa lokið prófi í einhverri þeirra greina sem um getur í námskrá.

 

Farið er yfir:

Markaðs og sölumál

Rekstur og fjármálastjórn

Verðlagning

Tekjuskráning

Virðisaukaskattur og almenn skattskil

Vinnulöggjöf og skaðabótarétt

Olíugjald

Tryggingar

Stofnkostnaður og fjármögnun

Starfsmannastjórnun

 

Þátttaka tilkynnist til Ökuskólans í Mjódd í síma 567-0300 eða [email protected].

 

Opnunartími á skrifstofu er mán - fim 12 - 17 og fös 12 - 15