Árið 2002 hófst Ökukennarafélag Íslands handa við að kynna Vistaksturskerfi (Eco Driving) hér á landi. Með hugmyndafræði vistaksturs hefur verið hægt að sýna fram á að með breyttu aksturslagi er hægt að ná verulegum árangri til bættrar og heilsusamlegri umferðar.
- Vistakstur er hluti af vistvænum lífsstíll sem ökumenn kynnast og veldur því að ökumaðurinn tileinkar sér vistvænt aksturslag.
- Hugmyndafræði vistaksturs byggir fyrst og fremst á fyrirhyggju og framsýni ökumannsins.
- Með vistakstri er hægt að minka eldsneytiseyðslu um allt að 20 %, en slík ráðstöfun hefur að sjálfsögðu veruleg fjárhagsleg áhrif.
- Með vistakstri er dregið verulega úr umhverfismengun. Það gerist í réttu hlutfalli við minni eldsneytisnotkun. Þetta er eitt af stóru baráttumálum nútímans.
- Með vistakstri er hægt að draga verulega úr hemlanotkun (bremsunotkun)
- Með minnkandi hemlanotkun er að sjálfögðu hægt að draga verulega úr kostnaði við rekstur ökutækisins.
- Því til viðbótar er rétt að hafa í huga að í hvert skipti sem hemlað er af óþarflega miklum krafti slípast af hemlaklossum og við það verður til svifrik sem fer út í andrúmsloftið og getur síðan sest í lungu almennings.
- Með vistakstri er hægt að auka endingu hjólbarða. Með góðu aksturslagi og réttum loftþrýstingi.
- Með vistakstri er hægt að minnka álag á slitfleti bílsins og þar með auka endingu þeirra.
- Með vistakstri eykst umferðaröryggi verulega vegna framsýni og fyrirhyggju ökumannsins.
- Nái ökumaðurinn að gera istakstur að lífsstíl sínum er hann ávallt vel á verði við aksturinn.