B-Ö3 – Af hverju Ö3?

Næstu námskeið

Afhverju ökuskóli 3

[unordered_list style=“arrow“]

  • Ökuskóli 3 var komið á fót vegna þeirrar staðreyndar að ekki hefur verið hægt að veita verðandi ökumönnum alla þá fræðslu sem þeir þurfa á að halda.
  • Með Ö3 er leitast við að láta nemendur upplifa hversu langa vegalengd þarf til að stöðva bifreið á ákveðnum hraða
  • Þetta hefur ekki verið auðvelt að gera með eldra kennslufyrirkomulagi,og sanna hinar fjölmörgu aftanákeyrslur ungra ökumanna það meðal annars.
  • Neminn upplifir einnig áþreifanlega hvernig áhrif hraða virka á ökutæki sé því til dæmis ekið ógætilega í beygju þannig að það renni til.
  • Þá er einnig í Ö3. farið í gegnum það hvernig rétt notkun öryggisbúnaðar bílsins getur dregið úr alvarlegum afleiðingum óhapps ef til þess kemur.
  • Við þessa fræðslu eru notuð ýmiss hjálpartæki , svo sem veltibíll , bílbeltasleði, sérstök vog sem sýnir þá krafta sem leysast úr læðingi við umferðar óhapp.
  • Í þessu sambandi má nefna lausa muni í farþegarýminusvo að ekki sé nú talað um lausa farþega.
  • Athugið hér er ekki um tæmandi upptalningu tækjabúnaðar að ræða heldur aðeins nefnd nokkur atriði.
  • Það er von stjórnvalda  og fagaðila í greininni að þessar ráðstafanir geti dregið nokkuð úr þeim gífurlega kostnaði og þeirri vanlíðan sem umferðaróhöpp geta valdið.

[/unordered_list]