Aukin námsaðstoð

Fyrir nemendur með lestarefiðleika býður Ökuskólinn í Mjódd nemendum sínum upp á geisladisk þar sem kennslubókin Akstur og umferð er lesin í stað kennslubókarinnar.

Einnig má benda á æfingaverkefni á vefsvæðinu www.aka.is þar sem nemendur geta æft sig í því að taka ökupróf. Verkefnin eru unnin upp úr kennslubókinni og eru hliðstæð prófverkefnunum sjálfum.

Til að fá aðgang að verkefnunum þarf nemandinn að gefa upp kennitölu sína og starfsnúmer ökukennara sins. Það er gert til þess að ökukennarinn hafi möguleika á að fylgjast með gengi nemenda sinna.

Fjölmennt stendur fyrir ökunámi í samvinnu við Ökuskólann í Mjódd

Boðið er upp á tvenns konar námskeið:

[unordered_list style=“arrow“]

  • Aðfararnám, sem ætlað er þeim sem vilja kynna sér ökunám og undirbúa sig áður en þeir hefja almennt ökunám.
  • Stuðningsnám, sem hluti fræðilegs ökunáms, ætlað þeim sem eru að hefja almennt ökunám en þarfnast stuðnings við það.

www.fjölmennt.is

[/unordered_list]