Námskeiðin eru 4 kvöld, 22 kennslustundir, og skiptast í:
- Ö1: 12 kennslustundir, kenndar á þriðjudegi og miðvikudegi. Ökuskóli 1 kostar 21.000 og með námsgögnum 23.000
- Ö2: 10 kennslustundir, kenndar á þriðjudegi og miðvikudegi. Ökuskóli 2 kostar 13.000
Kennt er frá kl. 17:00 til kl. 21:00 hvert kvöld.
Mælst er til þess að ökunemar samþætti bóklegt og verklegt nám. Áður en í Ökuskóla 1 er komið þarf ökuneminn að hafa fundið sér ökukennara og farið í verklegan aksturstíma.
Námsefnið á hverju kvöldi er sjálfstætt, nemandinn getur mætt á tveimur mismunandi kvöldum. Þ.e. fyrst á þriðjudagskvöldi og síðan á miðvikudagskvöldi tveimur vikum síðar.
Ökukennari og nemandi ákveða sjálfir hvernig staðið er að fræðilegri kennslu í samræmi við verklega tíma.
Þátttöku á námskeiðin þarf að tilkynna áður en mætt er á námskeiðin. Nauðsynlegt er að mæta kl. 16:45 á þriðjudagskvöldum við upphaf Ö1 og Ö2.
Fyrir þá nemendur sem þurfa aukna aðstoð og læra á sínum hraða, er kennsla veitt af sérkennara alla þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 14:30 – 16:00.
Námið er í samvinnu við Fjölmennt símenntunar og þekkingar- miðstöð. Kennari er Anna F. Sigurðardóttir.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Ökuskólans í síma 567 0300 eða senda fyrirspurn á [email protected]
Kennarar á námskeiðum til B-réttinda eru:
- Hreiðar P. Haraldsson, ökukennari
- Eiríkur Hans Sigurðsson, ökukennari
- Þórður Bogason, ökukennari
- Þorsteinn S. Karlsson, ökukennari
- Anna F. Sigurðardóttir
- Steinþór Darri Þorsteinsson
Haldin verða námskeið fyrir ensku, pólsku- og tælenskumælandi þegar þátttaka er næg.
Á námskeiðunum er farið yfir umferðarlög og reglugerðir þeim tengd.
Notuð er kennslubókin Út í umferðina ásamt verkefnum á verkefnavef skólans.
Á lokadegi námskeiðsins taka nemendur fræðilegt próf til að meta námsárangur.
Nemendur fá aðgang að verkefna vef með æfingaverkefnum fyrir bóklegt próf hjá Frumherja.
Ö1 og Ö2 námskeiðin hefjast ávallt á þriðjudögum aðra hverja viku og eru haldin allt árið um kring. Breyting getur þó orðið á kennsludögum í kringum stórhátíðir og almenna frídaga.
Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku á námskeiðunum fyrirfram.
Skólinn áskilur sér rétt á að fella niður námskeið ef þátttakendur eru færri en sex.
Hringið og fáið nánari upplýsingar í síma 567-0300.
Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga, kl. 10:00-17:00. föstudaga kl. 10:00-16:00.
Einnig er hægt að senda tölvupóst á [email protected]