ÖKUNÁM
- Athugið að hér er miðað við lágmarks tíma. En gera má ráð fyrir að í mörgum tilfellum þurfi neminn fleiri tíma til að geta lokið ökunámi með viðunandi hætti.
- Að prófi loknu fær neminn bráðabirgðaökuskírteini sem gildir í 3 ár.
- Á því tímabili er fylgst með aksturháttum nemans og brot hans skráð í punktakerfi.
FULLNAÐARSKÍRTEINI
- Ef neminn hefur ekki fengið neinn refsipunkt í fulla 12 mánuði getur hann fengið að sækja um fullnaðarökuskírteini, þetta eru nokkurs konar verðlaun fyrir góða hegðun í umferðinni.
- Ökunámi lýkur formlega með sérstöku akstursmati hjá ökukennara og að því loknu útgáfu fullnaðarökuskírteinis sem gildir í 15 ár.
SÉRSTÖK NÁMSKEIÐ
Akstursbann og sérstök námskeið á bráðabirgðaskírteini
- Þann 27. apríl 2007 tóku gildi nýjar reglur um bráðabirgða-skírteini. Þeir sem fá 4 eða fleiri refsipunkta eru settir í akstursbann sem er aflétt eftir ökumaðurinn hefur sótt sérstakt námskeið vegna akstursbanns og endurtekið ökuprófið.
- Sömu reglur gilda um þá sem eru sviptir vegna hraðaksturs eða ölvunaraksturs.
REFSIPUNKTAR
- Fjöldi refsipunkta getur verið misjafn eftir eðli brota.
- Ökumaður með fullnaðarökuskírteini er sviptur ökuskírteini þegar hann hefur fengið 12 refsipunkta.
- En ökumaður með bráðabirgðaökuskírteini er settur í akstursbann og ökuskírteini hans innkallað þegar hann hefur fengið 4 refsipunkta.
- Til að öðlast ökuskírteini að nýju þarf neminn að sækja sérstakt námskeið við ökuskóla sem er 12 bóklegir tímar og 2 tímar verklegt aksturmat Eftir það þarf hann að taka bæði bóklegt og verklegt ökupróf.
- Að þessu loknu getur neminn fengið bráðbirgðaökuskírteini að nýju.
- Þetta kerfi er að vísu nokkuð íþyngjandi, en hefur fælingarmátt, þannig að neminn gætir sín vel í upphafi aksturs. Hann er ennþá í námi því er hægt að innkalla ökuskírteini hans hvenær sem er ef hann fylgir ekki settum reglum.
FULLNAÐARSKÍRTEINI
- Ökunáminu líkur við útgáfu fullnaðarökuskírteinis.
ÁRANGUR
Hvað hefur áorkast frá 1997?
- Undanfarin ár hefur stöðugt verið unnið að því, með ýmsum aðgerðum, að draga úr því að ungir ökumenn lendi í umferðaróhöppum.
- Hvað hefur áunnist?
- Dregið hefur úr aðild ungra ökumanna að umferðarslysum úr 40% árið 1997 í 23% árið 2010
NÝJUNGAR Í NÁMSSKRÁ ÖÍ
Enn er stefnt að betri árangri samkvæmt breytingum á reglum og nýrri námskrá 2010. En helstu breytingar eru:
- Aukin samþætting bóklegs- og verklegs ökunáms.
- Vistakstur tekinn inn í námið.
- Ökuskóli 3
ÁRANGUR
- Þessar breytingar sem nú er verið að gera eiga að sjálfsögðu að draga enn frekar úr aðild ungra ökumanna að umferðar óhöppum.
- Að loknu markvissu og vönduðu ökunámi ættu umferðaróhöpp sem stafa af vanþekkingu ,skorti á skilningi eða röngu viðhorfi hins unga ökumanns að vera nánast undantekning.
- Aukin samþætting í ökunámi er sett sem skilyrði til að auka skilvirkni námsins þannig að hann fái betri heildarmynd og skilning á mikilvægi marksviss ökunáms.
- Með breytingunum er einnig leitast við að stuðla að því að neminn hafi lokið ökunámi áður en prófunarferli hefst. En slík ráðstöfun hlýtur að auka aksturshæfi hans.