Pólska

Ökuskólinn í Mjódd kennir nám til Aukin ökuréttindia og Endurmenntun atvinnubílstjóra á pólsku.

 

Aukin ökuréttindi

Námið er mis langt eftir hvaða réttindi eru tekin. Allir nemendur taka s.k. grunnpróf. Í grunnprófi felast námsgreinarnar Umferðarfræði, Bíltækni og Skyndihjálp alls 52 kennslustundir. Að því loknu taka nemendur þá hluta námsins sem við eiga, t.d. taka þeir sem ætla að taka próf á vörubíl (C) námskeiðið „Stór ökutæki“ og þeir sem ætla að taka próf á rútu (D) þurfa einnig að taka námskeiðið „Farþegafræði“.

Hve gamall/gömul þarf ég að vera?

Vörubifreið (C1) og vörubifreið með eftirvagn (C1E) er 18 ár, á vörubifreið (C) og vörubifreið með eftirvagn (CE) 21 ár. Hópbifreið D1 21 ár og hópbifreið D 23 ár. Hægt er að hefja nám 6 mánuðum áður en réttindaaldri er náð.

 

Endurmenntun atvinnubílstjóra

 

Fyrir hverja

Þeir sem þurfa að sækja endurmenntun eru ökumenn sem stjórna ökutækjum í C1-, C-, D1- og D-flokki til farþega- og vöruflutninga í atvinnuskyni. Skulu þessir aðilar sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti, sama hvenær þeir hafi aflað sér réttindanna og skulu allir hafa lokið endurmenntun fyrir 10. september 2018. Allir sem endurnýja ökuréttindi sín með þessum flokkum eftir þann tíma þurfa að hafa klárað endurmenntun.

 

Réttindin eru gefin til kynna með tákntölunni 95 og er lok gildistíma sett aftan við tákntöluna. Talan gildir í öllum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins og veitir bílstjórum aðgang að atvinnumarkaði bílstjóra í viðkomandi ríkjum. Ríkjunum er einnig heimilt að nota sérstök atvinnuskírteini með mynd af rétthafa í stað eða ásamt tákntölunni. Skylda til endurmenntunar nær til allra sem halda réttindum til að aka bifreiðum í atvinnuskyni í þessum flokkum.

Bílstjórar sem fengið hafa réttindi sín fyrir 10. september 2013 þurfa að klára endurmenntun fyrir 10. september 2018. Allir sem endurnýja ökuskírteinið sitt með þessum flokkum eftir þann tíma þurfa að hafa klárað endurmenntun. Bílstjórar geta alltaf endurnýjað atvinnuréttindi sín með því að sækja endurmenntunarnám