Harkari 19 – 20. nóvember
Harkari 19 – 20. nóvember
Námskeiðið er haldið frá 8:15 til 16:05 fyrri daginn og 10:15 til 18:05 seinni daginn.
Námskeiðið er kennt á íslensku.
This course is in Icelandic.
Til þess að sitja þetta námskeið þarf viðkomandi að hafa lokið B/far, D eða D1 réttindum.
Með því að kaupa þetta námskeið staðfestir þú að þú hafir B/far, D eða D1 réttindi.
49.500 kr.
24 laus sæti
24 laus sæti
Námskeiðið er haldið frá 8:15 til 16:05 fyrri daginn og 10:15 til 18:05 seinni daginn.
Með vísan til laga nr. 120/2022 um leigubifreiðar gengst Samgöngustofa fyrir námskeiði fyrir afleysingamenn leigubifreiðastjóra/harkara í Ökuskólanum í Mjódd.
Til að fá útgefið afleysingaskírteini hjá Samgöngustofu þarf umsækjandi að uppfylla skilyrði samkv. 5 gr. Laga nr.120/2022
- Hefur viðeigandi starfshæfni eins og nánar skal kveðið á um í reglugerð. Í viðeigandi starfshæfni felst að viðkomandi hafi fullnægjandi ökuréttindi, hafi setið tilskilin námskeið um leigubifreiðaakstur og staðist próf.
- Hefur gott orðspor. Við mat á orðspori ber að líta til þess hvort viðkomandi hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi sem gefur tilefni til að draga í efa hæfni hans til að starfa sem leigubifreiðastjóri eða gefur til kynna að viðkomandi njóti ekki nauðsynlegs trausts til að geta gegnt starfanum. Hafi brot verið smávægilegt eða fimm ár eru liðin frá uppkvaðningu dóms eða frá viðurlagaákvörðun er heimilt að veita leyfi. Hafi brot verið stórfellt og varðað við XXIII. kafla almennra hegningarlaga skal ekki veita leyfi fyrr en að tíu árum liðnum frá uppkvaðningu dóms. Hafi brotið varðað við XXII. kafla almennra hegningarlaga skal ekki veita leyfi. Samgöngustofu er heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða á um að tiltekin brot eða tilteknir brotaflokkar skuli ekki hafa áhrif á mat á góðu orðspori.
- Hefur náð 21 árs aldri og haft ökuréttindi fyrir B-flokk í minnst þrjú ár.
Nemendur þurfa að hafa klárað B/far – Leigubílaréttindi eða D, D1, til að mega sitja námskeiðið.