Kerrupróf – BE réttindi

Kerrupróf – BE réttindi

79.000 kr.

Kerrupróf er alltaf í gangi. Kennari mun hafa samband til að ákvarða aksturstíma þegar greitt hefur verið fyrir réttindin.

Ath að nemandi þarf að fara til sýslumanns að sækja um nýtt ökuskirteini fyrir BE réttindi.

Slóð á umsókn um námsheimild / ökuskirteini má finna HÉR

Flokkur

Lýsing

BE- réttindi til að stjórna bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er ekki meira en
3.500 kg að leyfðri heildarþyngd. T.d.felli hýsi, hjólhýsi, hestakerru ofl.

Námið er 4 verklegar kennslustundir og verklegt próf.

Til að geta öðlast kerruréttindi þarf viðkomandi að vera orðinn 18 ára og hafa fullgilt bilpróf.

Þegar viðkomandi er búinn að skrá sig í nám er næsta skref að sækja um ökuskírteini/nýjan ökuréttindaflokk hjá sýslumanni. Umsóknareyðublað má hlaða niður hér. Ef mynd á Ökuskírteini er orðin gömul þarf mynd að fylgja umsókn. Ekki er gerð krafa um læknisvottorð þegar sótt er um BE kerruréttindi.

Frumherji annast verkleg próf sem greiðist Próftökugjald hjá Frumherja samkvæmt verðskrá.

Nýtt Ökuskírteini og prófgjald hjá Frumherja er ekki innifalið í verði.