Ökuskólinn í Mjódd býður nemendum í endurmenntun atvinnubílstjóra að taka þátt í námskeiðum yfir internetið. Nemendur fylgjast með kennslustundinni í rauntíma og eiga samskipti við kennarann og samnemendur. Nemendur geta valið hvort þeir mæti í kennslustund eða takið þátt í fjarnámi yfir internetið. Athugið að vegna ástandsins í þjóðfélaginu vegna COVID-19 veirunnar komast færri nemendur í kennslustofurnar en áður.
Nemendur fá tölvupóst með tengli sem leiðir þá að kennslustundinni. Ætlast er til að nemendur í fjarnámi notist við tæki sem er útbúið hljóðnema til að auðvelda samskipti.