Afleysingamenn leigubílstjóra/harkarar

Harkaranámskeið hjá Ökuskólinn í Mjódd leigubílaréttindi leyfishafanámskeiðMeð vísan til laga nr. 134/2001 um leigubifreiðar gengst Samgöngustofa fyrir námskeiði fyrir afleysingamenn leigubifreiðastjóra/harkara í Ökuskólanum í Mjódd.

Til að fá útgefið afleysingaskírteini hjá Samgöngustofu þarf umsækjandi að uppfylla skilyrði samkv. 5 gr. laga nr.134/2001

  • Hefur fullnægjandi starfshæfni, þ.m.t. fullnægjandi ökuréttindi og tilskilin námskeið
  • Hefur ekki verið dæmdur til refsivistar eða framið alvarlegt eða ítrekað brot á lögum og reglugerðum sem um starfsgreinina gilda. Hafi brot verið smávægilegt eða langt er um liðið frá því að brot var framið getur umsækjandi þó öðlast leyfi samkvæmt lögunum. 
  • Er 70 ára eða yngri, sbr. þó 2. málsl. 7. mgr. 9. gr. 

Þátttaka tilkynnist til Ökuskólans í Mjódd í síma 567-0300.

Nemendur þurfa að hafa klárað B/far – Leigubílaréttindi eða D, D1, til að mega sitja námskeiðið.

 

Farið er yfir:

  • Umgengni við blinda og sjónskerta
  • Vinnureglur
  • Ferðaþjónusta
  • Taxti
  • Þjónusta
  • Útfylling seðla
  • Tölvur
  • Fíkniefni

Opnunartími á skrifstofu er mán - fim 12 - 17 og fös 12 - 15